Hákon Stefánsson, stjórnarmaður í Sýn, hefur fest kaup á 1.000.000 hlutum í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu fyrir 54,5 milljónir króna. Íslex, félag Hákonar, keypti hlutina á föstudaginn á genginu 54,5 krónur á hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Viðskiptin voru einnig flögguð þar sem samanlagður eignarhlutur Íslex, InfoCapital, félags Reynis Grétarssonar, og Gavia Invest í Sýn for yfir 20% flöggunarmörkin og nemur nú um 20,8%. Hákon er forstjóri InfoCapital og fyrrum samstarfsmaður Reynis hjá Creditinfo.
Gavia Invest varð stærsti hluthafi Sýnar síðasta sumar eftir að hafa keypt allan 12,7% hlut Heiðars Guðjónssonar, þáverandi forstjóra fjarskiptafélagsins. Gavia Invest er í eigu InfoCapital, E&S 101 ehf., sem er í eigu Jonathan R. Rubini, Andra Gunnarsson og Mark Kroloff, og Pordoi ehf., fjárfestingafélags Jón Skaftasonar, sem var kjörinn stjórnarformaður Sýnar í haust.
Í flöggunartilkynningunni segir að Gavia Invest fari með bein yfirráð yfir 42.128.147 hlutum í Sýn, auk þess að vera með 1.000.000 hluti í framvirkum samningum. InfoCapital fer með 8.000.000 hluti í gegnum framvirka samninga.