Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 9,25%. Nefndin segist vilja staldra við vegna óvissu um efnahagsframvindu og hvort taumhald peningastefnunnar sé nægjanlegt.

„Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 9,25%. Nefndin segist vilja staldra við vegna óvissu um efnahagsframvindu og hvort taumhald peningastefnunnar sé nægjanlegt.

„Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar.

Vísbendingar um færri verðhækkanir

Nefndin segir á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi.

Verðbólga mældist 8% í september og jókst um 0,3 prósentustig milli mánaða. Verðbólga án húsnæðis jókst einnig en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega, segir nefndin.

„Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða.“

Nefndin bendir á að hagvöxtur hafi mælst 5,8% á fyrri hluta þessa árs en var ríflega 7% á síðasta ári. Nokkuð hafi því hægt á vexti efnahagsumsvifa og vísbendingar séu um að hægt hafi enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins.

„Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli.“