Peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hefur á­kveðið að halda vöxtum bankans ó­breyttum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá nefndinni í morgun.

Megin­vextir bankans, vextir á sjö daga bundnum inn­lánum, verða því á­fram 9,25%.

„Verð­bólga minnkaði lítil­lega í febrúar og mældist 6,6%. Undir­liggjandi verð­bólga hefur einnig hjaðnað en er líkt og mæld verð­bólga enn vel yfir verð­bólgu­mark­miði. Verð­bólgu­væntingar eru einnig yfir mark­miði sem gæti bent til þess að verð­bólga verði á­fram þrá­lát,“ segir í yfir­lýsingu nefndarinnar.

Peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hefur á­kveðið að halda vöxtum bankans ó­breyttum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá nefndinni í morgun.

Megin­vextir bankans, vextir á sjö daga bundnum inn­lánum, verða því á­fram 9,25%.

„Verð­bólga minnkaði lítil­lega í febrúar og mældist 6,6%. Undir­liggjandi verð­bólga hefur einnig hjaðnað en er líkt og mæld verð­bólga enn vel yfir verð­bólgu­mark­miði. Verð­bólgu­væntingar eru einnig yfir mark­miði sem gæti bent til þess að verð­bólga verði á­fram þrá­lát,“ segir í yfir­lýsingu nefndarinnar.

Nefndin bendir á að nýleg endur­skoðun Hag­stofu Ís­lands á þjóð­hags­reikningum hafi sýnt að hag­vöxtur á síðustu árum hafi verið meiri en fyrri tölur bentu til.

„Spennan í þjóðar­búinu virðist því vera um­fram það sem áður var talið. Á­fram hægir þó á vexti efna­hags­um­svifa enda er taum­hald peninga­stefnunnar tölu­vert. Ó­vissa hefur minnkað eftir undir­ritun kjara­samninga á al­mennum vinnu­markaði. Spennan í þjóðar­búinu gæti þó leitt til þess að launa­skrið verði meira en ella. Einnig gætu að­gerðir í ríkis­fjár­málum aukið eftir­spurn og verð­bólgu­þrýsting.“

Mótun peninga­stefnunnar á næstunni mun því sem fyrr ráðast af þróun efna­hags­um­svifa, verð­bólgu og verð­bólgu­væntinga.