Hálendisböðin í Kerlingarfjöllum opnuðu um helgina en um er að ræða nýjan baðstað sem bætist við gisti- og veitingaaðstöðu sem opnaði síðasta sumar.

Böðin eru opin öllum gestum Kerlingarfjalla og innihalda heitar setlaugar, kaldan pott og sauna með útsýni yfir fjallgarðinn.

Hálendisböðin í Kerlingarfjöllum opnuðu um helgina en um er að ræða nýjan baðstað sem bætist við gisti- og veitingaaðstöðu sem opnaði síðasta sumar.

Böðin eru opin öllum gestum Kerlingarfjalla og innihalda heitar setlaugar, kaldan pott og sauna með útsýni yfir fjallgarðinn.

Í upphafi síðasta sumars opnaði endurbætt gisti- og veitingaaðstaða í Kerlingarfjöllum. Þar er nú boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika, nýtt tjaldsvæði og svefnpokapláss í gömlu skálunum sem gjarnan eru kallaðir Nípur.

Magnús Orri Marínarson Schram er forstöðumaður viðskiptaþróunar nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu hf. en fyrirtækið stendur fyrir uppbyggingu og rekstri gistiaðstöðunnar og Hálendisbaðanna í Kerlingarfjöllum. Hann segist ánægður með vel heppnað fyrsta rekstrarár og kveðst enn fremur fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum.

„Fyrsta árið okkar gekk vonum framar. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir aðgengilegri gistingu á hálendi Íslands og einstaklega ánægjulegt að geta svarað þeirri þörf. Með opnun Hálendisbaðanna hafa gestir nú enn fleiri ástæður til þess að sækja svæðið heim og njóta þeirrar fegurðar sem umlykur það,“ segir Magnús Orri.