Delta Air Lines áætlar að kerfisbilunin sem hafði áhrif á tölvukerfi víða um heim fyrr í mánuðinum hafi kostað flugfélagið ríflega 500 milljónum dollara eða hátt í 70 milljarða króna. Þetta kom fram í viðtali CNBC við Ed Bastian, forstjóra Delta.
Bastian sagði að Delta muni krefjast skaðabóta vegna tjónsins. „Við eigum engra annarra kosta völ.“
Það tók Delta - næst stærsta flugfélag heims sé miðað við tekjur á síðasta ári – lengri tíma en keppinautar félagsins að koma tölvumálum sínum í lag eftir kerfisbilunina. Flugfélagið aflýsti yfir 5 þúsundum flugum í kjölfar kerfisbilunarinnar.
Hið áætlaða tjón nær ekki aðeins yfir tapaðar tekjur heldur einnig tugmilljónir dala í bætur og hótelgistingar fyrir viðskiptavini sem áttu bókað flug sem frestuðust eða voru aflýst.