Fagfjárfestasjóðurinn Seigla I hagnaðist um 536 milljónir króna árið 2024, samanborið við 41 milljónar tap árið 2023. Stjórn sjóðsins leggur til að greiddur verði arður til hluthafa í ár að fjárhæð 78,6 milljónir króna, að því er segir í ársreikningi Seiglu.

Eignir í stýringu hjá Seiglu I námu 1,4 milljörðum króna í árslok 2024, samanborið við tæplega 600 milljónir árið áður. Innborgað hlutafé í sjóðinn í fyrra nam ríflega 300 milljónum króna og höfðu fjárfestar um síðustu áramót alls lagt sjóðnum til ríflega 900 milljónir króna.

Seigla I, sem var stofnaður í júní 2022, er rekinn af Seiglu eignastýringu, félagi Rafns Viðars Þorsteinssonar sem starfað áður hjá Fossum. Sjóðurinn sem leggur megináhersla á innlendan hlutabréfamarkað.

Hagnað Seiglu I má einkum rekja til gangvirðisbreytinga hlutabréfa sem námu 669 milljónum króna í fyrra en til samanburðar voru þær neikvæðar um 108 milljónir árið 2023.

Eignir sjóðsins námu 1.408 milljónum króna í árslok 2024. Þar af voru fjárfestingar í hlutabréfum 762 milljónir króna og handbært fé 623 milljónir. Sjóðurinn keypti hlutabréf fyrir 25,6 milljarða króna í fyrra og seldi fyrir 25,7 milljarða.

Stærstu hluthafar Seiglu í árslok 2024

Hluthafi Eignarhlutur
Sæfé ehf. 16,9%
InfoCapital ehf. 11,1%
9. S ehf. 8,3%
Var ehf. 7,3%
VRJ ehf. 7,1%
Kristinn ehf. 5,8%
MFT 1 ehf. 5,6%
Reykfjörð ehf. 5,5%
Kvika banki hf. 5,5%
Landvist ehf. 4,8%
Aðrir hluthafar 22,1%