Framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund (ITF), rekinn af Landsbréfum, hagnaðist um 483 milljónir króna á síðasta ári.

ITF seldi 34% hlut sinn í ST Holding, sem á m.a. hvalaskoðunarfyrirtækið Special Tours og Hvalasafnið á Granda, til Arctic Adventures á árinu fyrir 342 milljónir króna. Af því má ráða að Arctic Adventures hafi keypt ST Holding á milljarð króna á síðasta ári.

ITF hóf starfsemi á árinu 2013 en líftími sjóðsins hefur verið framlengdur þrisvar sinnum um eitt ár í senn og rennur að óbreyttu út í lok ársins 2025. Ólafur Jóhannsson er framkvæmdastjóri ITF.

Landsbréf - Icelandic Tourism Fund I

2024 2023
Gangvirðisbreytingar 525 66
Eignir 3.848 3.320
Eigið fé 3.541 3.058
Hagnaður 483 43
Lykiltölur í milljónum króna.