Fitjaborg ehf. hagnaðist um 359 milljónir króna árið 2023 miðað við 235 milljóna króna hagnað árið áður.

Í ársreikningi segir að tilgangur félagsins sé innflutningur á vörum og sala þeirra, auk útleigu og eignarhalds fasteigna. Félagið var á árinu í jafnri eigu Snorra Guðmundssonar og Auðar Ránar Kristjánsdóttur, en samkvæmt fyrirtækjaskrá er Auður nú eini hluthafi félagsins.

Snorri hefur í gegnum tíðina átt 50% hlut í Pólóborg, félagi utan um rekstur Póló-söluturnanna, Bláu sjoppunnar og Nýju sjoppunnar. Snorri seldi hins vegar hlut sinn í Póló í byrjun árs 2024.

Stjórn Fitjaborgar lagði til að hálfur milljarður króna yrði greiddur til hluthafa á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023.

Nánar er fjallað um Fitjaborg í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.