Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR en hún tryggði sér 45,72% atkvæða samkvæmt tilkynningu frá VR. Þorsteinn Skúli Sveinsson fékk næstflest atkvæði, eða 21,36%, Flosi Eiríksson fékk 17,51% og Bjarni Þór Sigurðsson fékk 13,36% atkvæða.

Kosningarnar stóðu yfir frá 6.-13. mars og voru alls 9.581 atkvæði greidd. Á kjörskrá voru alls 40.117 VR-félagar og kosningaþátttaka því 23,88%.

Sjö stjórnarmenn voru einnig kjörnir til fjögurra ára samkvæmt fléttulista eins en það eru:

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Ólafur Reimar Gunnarsson
Andrea Rut Pálsdóttir
Karl F. Thorarensen
Jennifer Schröder
Styrmir Jökull Einarsson
Selma Björk Grétarsdóttir

Þrír varamenn, Þórir Hilmarsson, Birgitta Ragnarsdóttir og Eldar Ástþórsson voru einnig kjörnir í stjórn til tveggja ára.