Halldór Benjamín Þorbergsson, verðandi forstjóri Regins, keypti í dag hlutabréf í fasteignafélaginu fyrir 203 milljónir króna í gegnum félagið sitt Optio ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Halldór Benjamín keypti 8 milljónir hluta, eða um 0,44% eignarhlut í Regin, með framvirkum samningi á genginu 25,4 krónur á hlut.

Reginn tilkynnti eftir lokun markaða á fimmtudaginn um að Halldór Benjamín hefði verið ráðinn forstjóri fasteignafélagsins. Halldór Benjamín, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins undanfarin sjö ár, tekur við sem forstjóri Regins af Helga S. Gunnarssyni fyrri hluta sumars.