Hjörtur Er­lends­son, for­stjóri hringdi inn fyrstu við­skipti Hamp­iðjunnar á aðal­markað Nas­daq í dag. Fé­lagið hefur verið skráð fé­lag á Ís­landi síðan 1993, þar af síðast­liðin 17 ár á Nas­daq First North vaxtar­markaðnum.

Hampiðjan var stofnuð árið 1934 en fyrirtækið samanstendur nú af 51 fyrirtæki, með starfsstöðvar á 76 stöðum á 21 andssvæði, og teygir sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja Sjálands í austri.

Á­fanganum var fagnað á neta­verk­stæði Hamp­iðjunnar á Skarfa­görðum í morgun og má sjá myndir hér að neðan.

​„Flutningurinn frá Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum yfir á Aðalmarkaðinn er mikilvægt skref fyrir Hampiðjuna,“ segir Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Hjörtur Er­lends­son, for­stjóri hringdi inn fyrstu við­skipti Hamp­iðjunnar á aðal­markað Nas­daq í dag. Fé­lagið hefur verið skráð fé­lag á Ís­landi síðan 1993, þar af síðast­liðin 17 ár á Nas­daq First North vaxtar­markaðnum.

Hampiðjan var stofnuð árið 1934 en fyrirtækið samanstendur nú af 51 fyrirtæki, með starfsstöðvar á 76 stöðum á 21 andssvæði, og teygir sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja Sjálands í austri.

Á­fanganum var fagnað á neta­verk­stæði Hamp­iðjunnar á Skarfa­görðum í morgun og má sjá myndir hér að neðan.

​„Flutningurinn frá Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum yfir á Aðalmarkaðinn er mikilvægt skref fyrir Hampiðjuna,“ segir Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

„Vel heppnað útboð á nýju hlutafé í síðustu viku samhliða skráningu á Aðalmarkað Nasdaq gerir okkur kleift að nýta að fullu þau samlegðartækifæri sem felast í nýlegum kaupum okkar á norska fyrirtækinu Mørenot og ná fram hagræðingu í rekstri þess. Mikil þekking á veiðarfæragerð og fiskeldi ásamt öflugri vöruþróun hefur komið okkur í fremstu röð fyrirtækja sem sinna þessum mikilvægu greinum og við viljum halda áfram á sömu braut og efla Hampiðjuna enn frekar. Við erum sannarlega ánægð að sjá að fjárfestar deila með okkur þessari framtíðarsýn og bjóðum nýja hluthafa hjartanlega velkomna í fyrirtækið,“ bætir hann við.