Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% í 3,6 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan var með hlutabréf Íslandsbanka sem hækkuðu um 0,4% í 2,1 milljarðs króna veltu.

Hlutabréfaverð Icelandair féll um 2,7%, mest af félögum aðalmarkaðarins, í 70 milljóna veltu og stendur nú í 1,99 króna veltu. Hlutabréf Play, sem birti ársuppgjör í gær, lækkuðu sömuleiðis um 7,9% í 141 milljónar viðskiptum. Gengi Play er komið niður í 12,9 krónur á hlut.

Hlutabréf Sýnar, sem birti einnig ársuppgjör í gær, hækkuðu um 1,7% í dag, mest af félögum aðalmarkaðarins. Gengi Sýnar stendur nú í 60,5 krónum.

Gengi Hampiðjunnar aldrei hærra

Það var hins vegar Hampiðjan, sem er skráð á First North-markaðnum, sem hækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 2,1% í 40 milljóna veltu. Gengi Hampiðjunnar stendur nú í 147 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra.

Hlutabréfaverð Hampiðjunnar hefur hækkað um 58% frá því að félagið tilkynnti um miðjan nóvember síðastliðin um kaup á norska félaginu Mørenot A/S. Rekstrarvirði Mørenot var metið á 15,7 milljarða íslenskra króna í viðskiptunum. Hampiðjan gekk frá uppgjöri í tengslum við kaupin þann 7. febrúar.