Nasdaq tilkynnti í gær um að veiðarfærafyrirtækið Hampiðjan færi nýtt inn í First North 25 vísitöluna í byrjun næsta árs. First North 25 er vísitala þeirra 25 félaga sem eru stærst og mest er átt viðskipti með á Nasdaq First North og Nasdaq Firsth North Premier mörkuðunum á Norðurlöndunum.

Samsetning vísitölunnar er endurskoðuð tvisvar á ári. Hampiðjan er meðal átta félaga sem fara inn í vísitöluna þann 2. janúar næstkomandi. Þau eru:

  • ALM Equity AB
  • Absolent Air Care Group AB
  • Hampiðjan hf.
  • Detection Technology Oyj
  • Admicom Oyj
  • Enad Global 7 AB
  • Cinis Fertilizer AB
  • Faron Pharmaceuticals Oy

Hampiðjan tilkynnti um miðjan nóvembermánuð um kaup á norska félaginu Mørenot A/S. Heildarvirði Mørenot var metið á 15,7 milljarða króna í viðskiptunum.

Samhliða tilkynnti Hamiðjan að í kjölfar kaupsamningsins verður stefnt að því að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar á næsta ári.