Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í gær stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn).
Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2021 voru viðurkenningarhafar 53 talsins en í ár voru þeir samtals 76. Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til fimmtíu og níu fyrirtækja, sex sveitarfélaga og ellefu opinberra aðila úr hópi þeirra 209 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu. Þátttakendum fjölgaði um 57 á milli ára.
Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Í tilkynningu segir að stór hluti þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafi náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim þátttakendum sem hafa náð markmiðunum um 23 á milli ára.
„Það hefur verið gaman að fylgjast með Jafnvægisvoginni stækka undanfarin ár og jafnréttismál verða að mikilvægu forgangsmáli hjá okkar þátttakendum. Þátttakendur taka stoltir við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar og hafa verið duglegir að vekja athygli á jafnréttismálum innan sinna vinnustaða með ýmsum hætti. Því miður eru konur eingöngu 24% framkvæmdastjóra fyrirtækja á Íslandi og hefur hlutfallið eingöngu farið upp um 3% á síðustu tíu árum. Ég er þó bjartsýn á að hlutfallið muni fara hraðar upp á næstu árum með aukinni vitundarvakningu meðal þeirra sem taka ákvörðun um ráðningar“ segir Thelma Kristín Kvaran, verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar.
Handhafar Jafnvægisvogarinnar í ár:
- 1912
- A4
- AGR Dynamics
- Akraneskaupstaður
- Atmonia
- AwareGO
- BL
- Blue Lagoon
- BYKO
- Coca-Cola European Partners
- Creditinfo
- Dagar
- Deloitte
- dk hugbúnaður
- Einingaverksmiðjan
- Elkem Ísland
- ELKO
- Ernst & Young
- Fangelsismálastofnun
- Félagsbústaðir
- Fjallabyggð
- Fly Play
- Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir
- GG verk ehf
- Guðmundur Arason
- Hafnarfjarðarbær
- Hagstofa Íslands
- Háskóli Íslands
- Heilbrigðisstofnun Austurlands
- Heilbrigðisstofnun Suðurlands
- Hirzlan
- HS Orka
- IKEA
- indó sparisjóður
- Isavia
- Íslandsbanki
- Íslandshótel
- Íslandspóstur
- Krónan
- Landgræðslan
- Landsvirkjun
- Lyf og heilsa
- Lyfja
- Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
- Mannvit
- Múlaþing
- Norðurál Grundartanga
- Norðurorka
- Nova
- Olís
- Orka náttúrunnar
- Orkan
- Orkusalan
- Orkuveita Reykjavíkur
- Ósar - lífæð heilbrigðis
- Pipar\TBWA
- Rafal
- Rangárþing ytra
- Reykjanesbær
- Rio Tinto á Íslandi
- SaltPay
- Samkaup
- Sjóvá
- Skatturinn
- Sólar
- Taktikal
- Tryggingastofnun
- Tryggja
- Vátryggingafélag Íslands
- Vegagerðin
- Veitur
- Veritas
- Vörður tryggingar
- Vinnueftirlitið
- Wise
- Ölfusborg
Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar\TBWA og Ríkisútvarpið.
Mælaborð um jafnrétti
Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði sem er ætlað að halda utan um tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti. Í mælaborði Jafnvægisvogarinnar koma fram allar helstu opinberar upplýsingar um stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og innan hins opinbera.