„Ég er grafískur miðlari úr Tækniskólanum og útskrifaðist þaðan 2014. Ég er sjálflærður hreyfigrafíkari, en í skapandi starfi þarf maður ekki beinlínis gráðu til að vera hæfur í einhverju,“ segir Axel F. Friðriks, eigandi og hönnunarstjóri Studio Fin, sem er ný íslensk hönnunarstofa sem stofnuð var í fyrra.
Einn daginn setti auglýsingastofan Glass Eye inn starfsauglýsingu fyrir hönnuði, en stofan vinnur fyrir stórfyrirtæki í skemmtanabransanum á borð við Disney, Paramount, Sony og Universal.
„Ég fylgdist mikið með svokölluðum postersíðum, þar sem fólk úti í bæ býr sjálft til ný plaköt fyrir bíómyndir. Ég gerði þetta í frítímanum mínum sem leiddi til þess að Glass Eye vildi ráða mig í teymið sitt.“ Í gegnum fimm ára starf hjá Glass Eye komst hann í kynni við áðurnefnd stórfyrirtæki í og er hann enn í samstarfi við þau í dag í gegnum Studio Fin.
Nýlega hefur Studio Fin bætt við sig kúnnum á Íslandi. Stofan hefur til dæmis framleitt nokkur myndbönd fyrir Wordplay hjá íslenska menntatæknifyrirtækinu Mussila. Jafnframt hefur fyrirtækið unnið að kvikmyndinni „Þrot“ sem kemur í kvikmyndahús þann 20. júlí, en Heimir Bjarnason er leikstjóri. Axel segir tvennt ólíkt að vinna verkefni fyrir bíómynd og að vinna fyrir hefðbundið fyrirtæki. „Það er persónulegra og sköpun bíómyndar er listræn tjáning.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.