Pund, fjárfestingarfélag Hannesar Hilmarssonar, skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði árið 2022 og hagnaðist því samtals um 6,4 milljarða á síðustu tveimur árum.

Pund, fjárfestingarfélag Hannesar Hilmarssonar, skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði árið 2022 og hagnaðist því samtals um 6,4 milljarða á síðustu tveimur árum.

Pund er stærsti hluthafi Air Atlanta með 50% hlut en Hannes er stjórnarformaður og fyrrum forstjóri flugfélagsins.

Eignir Punds, sem er að mestu skuldlaust, voru bókfærðar á 7,2 milljarða í árslok 2022. Þar af námu hlutabréf í óskráðum félögum, sem færð eru á kostnaðarverði, 387 milljónum.

Lykiltölur / Pund

2022 2021
Arðstekjur 2.885 3.578
Afkoma 2.779 3.613
Eignir 7.248 4.671
Eigið fé 7.137 4.645
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn.