Í febrúar í fyrra úr­skurðaði Persónu­vernd að varðveisla Seðla­bankans á persónu­upp­lýsingum um Þor­steinn hafi verið brot á lögum um persónu­vernd. Um er að ræða gögn sem safnað var við hús­leit Seðla­bankans og sér­staks saksókna­ara hjá Sam­herja í mars 2012.

Sam­kvæmt úr­skurði Lands­réttar, sem samþykkti kröfu Þor­steins um að dóm­kvaddur mats­maður myndi fram­kvæma mats­beiðni, er um að ræða ótil­greint magn af gögnum.

Hins vegar hefur komið fram í fjölmiðlum og í mál­flutningi að um sé að ræða að minnsta kosti sex þúsund gíga­bæt af gögnum sem eru á þremur hörðum diskum og bankinn geymdi um Þor­stein, starfs­menn og við­skipta­vini Sam­herja með ólög­mætum hætti.

Eftir úr­skurð Persónu­verndar um brot Seðla­bankans bauð Þor­steinn bankanum að ljúka málinu með því að greiða honum tákn­rænar bætur upp á nokkur hundruð þúsund krónur. Seðla­bankinn hafnaði því og því stefndi Þor­steinn bankanum í febrúar á þessu ári.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði