Í febrúar í fyrra úrskurðaði Persónuvernd að varðveisla Seðlabankans á persónuupplýsingum um Þorsteinn hafi verið brot á lögum um persónuvernd. Um er að ræða gögn sem safnað var við húsleit Seðlabankans og sérstaks saksóknaara hjá Samherja í mars 2012.
Samkvæmt úrskurði Landsréttar, sem samþykkti kröfu Þorsteins um að dómkvaddur matsmaður myndi framkvæma matsbeiðni, er um að ræða ótilgreint magn af gögnum.
Hins vegar hefur komið fram í fjölmiðlum og í málflutningi að um sé að ræða að minnsta kosti sex þúsund gígabæt af gögnum sem eru á þremur hörðum diskum og bankinn geymdi um Þorstein, starfsmenn og viðskiptavini Samherja með ólögmætum hætti.
Eftir úrskurð Persónuverndar um brot Seðlabankans bauð Þorsteinn bankanum að ljúka málinu með því að greiða honum táknrænar bætur upp á nokkur hundruð þúsund krónur. Seðlabankinn hafnaði því og því stefndi Þorsteinn bankanum í febrúar á þessu ári.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði