Hljóð­upp­taka af ræðu Jamie Dimon, for­stjóra JP­Morgan Chase, þar sem hann gagn­rýnir fjar­vinnu, skrif­finnsku og skort á ein­beitingu í fjar­fundum, hefur vakið mikla at­hygli innan fjár­mála­heimsins.

Ræðan, sem var flutt á starfs­manna­fundi bankans í Ohio og lak í fjölmiðla, en sam­kvæmt Financial Times hefur inn­tak hennar verið til um­ræðu á Wall Street og í fjár­mála­hverfi London seinustu daga.

Dimon lýsir í ræðunni upp­lifun sinni að fjöldi starfs­manna sé ekki til­tækur á föstu­dögum og að margir sinni öðrum verk­efnum á sama tíma og þeir sitja á fjar­fundum.

Hann segir þetta vera hluti af vaxandi vanda­máli innan fjár­mála­geirans; skorti á aga og at­hygli.

Orð hans virðast hafa hitt naglann á höfuðið þar sem margir stjórn­endur í fjár­mála­heiminum hafa tekið undir með honum.

Að mati Cra­ig Cobens, fyrr­verandi yfir­manns hluta­bréfa­við­skipta hjá Bank of America, er aðal­styrkur ræðu Dimon ekki inni­haldið heldur hvernig hann flutti hana.

Harðorð ræða, krydduð léttum blót­syrðum, virðist hafa hitt í mark og talað til margra innan bransans.

Coben bendir á að um­kvartanir Dimon um fjarveru starfs­manna á föstu­dögum séu þó ekki nýjar.

Í ára­tugi hafa hátt­settir banka­starfs­menn gert sér lítið fyrir og farið til Hamptons eða Jer­s­ey Shor­e seinni­part fimmtu­dags. Jafn­framt hafa fundir lík­lega alltaf verið vett­vangur fyrir starfs­menn til að sinna öðru sam­hliða.

Gagn­rýni Dimon fellur vel að þróun innan fjár­mála­geirans þar sem pressan um að „vera á tánum“ er lífs­stíll. „Það er alltaf hægt að ná betri árangri“ hefur lengi verið hugsunar­háttur á Wall Street, segir Coben.

Endur­skipu­lagning, ný verk­efni og óþreytandi krafa um að gera betur eru fastir liðir í banka­starf­semi. Dimon virðist nota um­ræðuna um fjar­vinnu til að festa þessa áherslu enn frekar, segir Coben.

Kynslóða­bilið á Wall Street

Að mati Coben varpa orð Dimon einnig ljósi á kynslóðaskipti innan fjármálaheimsins.

Yngri bankamenn hafa undanfarin ár barist fyrir hærri launum, minna vinnuálagi og fríum um helgar. Margir eldri bankamenn telja hins vegar að yngra starfsfólki sé hlíft um of við hástemmdri vinnustaðamenninguna sem þeir ólust upp við.

Á sama tíma og umræðan um jafnvægi vinnu og einkalífs hefur aukist sendir Dimon skýr skilaboð: Bankastarfsemi á háu stigi snýst um pressu, vinnusemi og lítinn svefn.

Þó að sá sem lak upptökunni af ræðu Dimon hafi ef til vill ekki ætlað að skaða ímynd hans, virðist afleiðingin engu að síður hafa styrkt hann sem harðan, árangursdrifinn forstjóra.

@barrons EXCLUSIVE: JPMorgan CEO Jamie Dimon offered up candid, lengthy thoughts about remote work, bureaucracy, and inefficiency during an internal town-hall meeting in Ohio on Wednesday, according to audio recordings of his remarks obtained by Barron’s. #jamiedimon #jpmorgan ♬ original sound - Barron’s