Eigendur deildarverslunarinnar Harrods greiddu út 180 milljónir punda (33 milljarða króna) í arð þrátt fyrir að hagnaður dróst saman um 17%. Þetta kemur fram í ársuppgjöri verslunarinnar. Harrods er í eigu þjóðarsjóðs Katars.
Sala verslunarinnar jókst um 8,2% á síðasta reikningsári sem lauk 3. febrúar. Auk smásölurekstrar í stórversluninni að Brompton Road í London er Harrods Group (Holding) Ltd. einnig með rekstrareiningu sem sinnir ýmiss konar þjónustu í tengslum við einkaþotur. Félagið selur einnig varning til stórverslana erlendis.
Michael Ward, framkvæmdastjóri Harrods, fékk greiddar 2,1 milljón punda, eða sem samsvarar 380 milljónum króna, í laun á síðasta reikningsári samanborið við 2,3 milljónir árið á undan.
Rekstrarhagnaður Harrods dróst saman um 35 milljónir punda og nam 168 milljónum punda, sem skýrirst að hluta af því að félagið tók á sig skuldbindingar af tryggingarfyrirtækinu Scottish Widows sem leiddi til 46 milljóna punda niðurfærslu á virði eigna sjóðsins á efnahagsreikningi félagsins.