Háskóli Íslands stofnaði í árslok 2022 sérstakt félag utan um eignarhald sitt í rannsóknar- og sprotafyrirtækjum sem háskólinn hefur aðkomu að. Sprotar – eignarhaldsfélag Háskóla Íslands ehf. tók í fyrra við eignarhaldi skólans og Raunvísindastofnunar í 21 sprotafyrirtæki.

Háskóli Íslands stofnaði í árslok 2022 sérstakt félag utan um eignarhald sitt í rannsóknar- og sprotafyrirtækjum sem háskólinn hefur aðkomu að. Sprotar – eignarhaldsfélag Háskóla Íslands ehf. tók í fyrra við eignarhaldi skólans og Raunvísindastofnunar í 21 sprotafyrirtæki.

Háskóli Íslands hefur haft það viðmið að eignarhlutur HÍ af upprunalegu hlutafé sprotafyrirtækja sem stofnuð eru með aðkomu háskólans skuli almennt ekki vera lægri en 10%.

Að meginreglu fjárfesta Sprotar ekki í rannsóknar- og sprotafyrirtækjum heldur eignast hlut í fyrirtækjum sem vinnuveitandi uppfinningarmanna og með aðkomu sinni, t.d. með aðgangi að rannsóknarstofum og annarri aðstöðu.

Auk þess hjálpar háskólinn sprotafyrirtækjunum með hagnýtingu hugverka, m.a. þegar kemur að einkaleyfum eða nytjalyfjasamningum, ásamt því að bjóða upp á lögfræðiaðstoð.

Verðmætasta eign Sprota er tæplega 140 milljónir króna eignarhlutur í augnlyfjaþróunarfélaginu Oculis sem var stofnað árið 2003 af Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði.

Fjallað er nánar um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Þar er rætt við framkvæmdastjóra Sprota um