Eignarhaldsfélagið Steinn og 600 Eignarhaldsfélag, tvö systurfélög í 51% eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og 49% eigu Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, högnuðust um samtals rúmlega 8,2 milljarða króna á síðasta ári. Það er þó nokkuð lægri samanlagður hagnaður en árið 2022 er félögin högnuðust alls um 11,9 milljarða króna.

Eignarhaldsfélagið Steinn og 600 Eignarhaldsfélag, tvö systurfélög í 51% eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og 49% eigu Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, högnuðust um samtals rúmlega 8,2 milljarða króna á síðasta ári. Það er þó nokkuð lægri samanlagður hagnaður en árið 2022 er félögin högnuðust alls um 11,9 milljarða króna.

Eignir systurfélaganna, sem eru nær skuldlaus, voru bókfærðar á samtals 78,9 milljarða króna í árslok 2023 og eigið fé var um 78,7 milljarðar. Þar af námu eignir Eignarhaldsfélagsins Steins 37, 9 milljörðum og eignir 600 Eignarhaldsfélags 41,1 milljarði.

Fyrsta heila starfsárið gekk vel

Eignarhaldsfélagið Steinn hagnaðist um rúmlega 6 milljarða króna í fyrra og jókst hagnaður töluvert frá fyrra ári. Árið 2022 nam hagnaður félagsins 259 milljónum króna. Félagið á 45,2% hlut í fjárfestingarfélaginu Kaldbaki. Síðasta ár var fyrsta heila starfsár þess sem sjálfstætt fjárfestingarfélag en áður var það hluti af Samherja-samstæðunni. Fyrsta heila starfsárið gekk vel en hagnaður ársins nam 9,5 milljörðum króna.

Eignasafn Kaldbaks inniheldur m.a. eignarhluti í fyrirtækjum sem starfa á dagvöru- og eldsneytismarkaði, fjármála- og tryggingamarkaði auk fyrirtækja sem þjónusta matvælaframleiðslu og stórar vindmyllur til hafs. Eignir Kaldbaks eru bæði í skráðum sem óskráðum eignum og eru hlutfall erlendra eigna um 40% af heildareignum félagsins. Meðal helstu eigna félagsins er 7,8% eignarhlutur í smásölufyrirtækinu Högum.

Kaldbakur festi í ár kaup á öllu hlutafé í Optimar AS í Noregi. Fyrir á Kaldbakur eignarhluti í Slippnum Akureyri og Kælismiðjunni Frost á Akureyri.

Hagnaður úr 11,7 milljörðum í 2,2

Sumarið 2021 var 43,5% eignarhlutur Eignarhaldsfélagsins Steins í Samherja Holding, færður yfir í hið nýstofnaða 600 Eignarhaldsfélag, sem er einnig í eigu Þorsteins Más og Helgu. Félagið hagnaðist um 2,2 milljarða króna í fyrra eftir að hafa hagnast um 11,7 milljarða árið áður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.