New Yorker Iceland ehf., félag utan um rekstur New Yorker-fataverslana í Kringlunni og Smáralind, hagnaðist um 100,5 milljónir króna á árinu 2023. Til samanburðar hagnaðist félagið um 139 milljónir króna árið áður.
Fataverslanirnar hafa hagnast um 442 milljónir króna á síðastliðnum þremur árum.
Tekjur námu 865 milljónum króna árið 2023 og stóðu í stað á milli ára. Eignir námu 238 milljónum króna og eigið fé var 101 milljón í lok árs 2023. Stjórn félagsins lagði til að greiða 100,5 milljónir, eða sem nemur hagnaði ársins, í arð til hluthafa vegna rekstrarársins.
New Yorker kom hingað til lands í lok árs 2018, en félagið er alþjóðleg tískuvörukeðja með höfuðstöðvar í Braunschweig í Þýskalandi.