Hugmyndir um olíuleit í lögsögu Íslands falla misvel í landsmenn ef marka má könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið. Þar voru þátttakendur spurðir: Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að hefja á ný olíuleit í íslenskri lögsögu?
Ef horft er til búsetu sést að íbúar sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins eru meira fylgjandi olíuleit en íbúar Reykjavíkurborgar og nágrannasveitarfélaga. Flestir voru hlynntir olíuleit á Suðurnesi og Vesturlandi og Vestfjörðum.
Á Suðurnesi voru um 65% íbúa fylgjandi, þar af 19% mjög fylgjandi, en 17% voru andvíg, þar af 15% mjög andvíg. Um 62% íbúa á Vesturlandi og Vestfjörðum voru þá fylgjandi olíuleit, þar af 30% mjög fylgjandi, en 18% andvíg, þar af 7% mjög andvíg.
Mesta andstaðan virðist aftur á móti vera á Austurlandi, þar sem 49% voru andvíg olíuleit, þar af 22% mjög andvíg. 28% voru fylgjandi en þar af voru aðeins 8% mjög fylgjandi.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.