Hugmyndir um olíuleit í lögsögu Íslands falla misvel í landsmenn ef marka má könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið. Þar voru þátttakendur spurðir: Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að hefja á ný olíuleit í íslenskri lögsögu?
Nokkur munur er á afstöðu þegar horft er til aldurs, en einstaklingar á miðjum aldri voru hlynntari olíuleit en þeir yngri. Um 57% þátttakenda á aldrinum 50-59 ára sögðust fylgjandi olíuleit, þar af 24% mjög fylgjandi, en 14% voru andvíg, þar af voru aðeins 5% mjög andvíg. Svipuð staða er uppi á teningnum hjá þátttakendum á aldrinum 40-49 ára, þótt aðeins meiri andstaða sé innan þess hóps.
Aftur á móti eru yngstu og elstu aldurshóparnir mest andvígir. Af þeim sem eru 70 ára eða eldri sögðust 42% andvíg olíuleit, þar af 22% mjög andvíg, en 30% fylgjandi, þar af 12% mjög fylgjandi. Þeir sem eru 18-29 ára eru á svipuðu róli en eilítið meira fylgjandi.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.