Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant sagði upp 80 starfsmönnum í morgun. Starfs­mönnum var til­kynnt þetta á fundi um tvö­leytið í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Controlant í október störfuðu um 500 manns hjá fyrirtækinu. Mikill meirihluti þeirra starfar á Íslandi.

Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant sagði upp 80 starfsmönnum í morgun. Starfs­mönnum var til­kynnt þetta á fundi um tvö­leytið í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Controlant í október störfuðu um 500 manns hjá fyrirtækinu. Mikill meirihluti þeirra starfar á Íslandi.

Controlant sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir þrjú í dag þar sem greint var frá því að félagið hafi lokið við 80 milljón dala fjármögnun sem var leidd af Gildi-lífeyrissjóði með þátttöku annarra lífeyrissjóða ásamt einkafjárfestum og núverandi hluthöfum.

Fjármögnunin kemur til viðbótar við 40 milljóna dala lánsfjármögnun frá breska sjóðinum Apax Credit, sem lokið var í september síðastliðnum.

„Controlant gegndi lykilhlutverki í dreifingu bólefna í heimsfaraldrinum og hefur vaktað yfir 6 milljarða bóluefnaskammta á undanförnum þremur árum. Félagið hlaut heimsathygli í lyfjageiranum og víðar fyrir þátttöku í þessu mikilvæga verkefni og þann árangur sem náðist sem sannaði ávinningin sem hlýst af vöktunarlausnum Controlant. Verkefnið krafðist mikils mannafla og verður samdráttur í því til þess að samtals verða um 80 störf lögð niður þvert á deildir og starfsstöðvar,“ segir í tilkynningunni.

Fyrir­tækið hefur verið að vaxa mjög hratt og fékk m.a. heimild frá hlut­höfum fyrir 90 milljón dala fjár­mögnun í sumar, sem sam­kvæmt Gísla var heil­brigð blanda af skuld­settri og hefð­bundinni fjár­mögnun.

Til við­bótar við starf­semi fé­lagsins á Ís­landi, Hollandi og Banda­ríkjunum voru opnaðar starfs­stöðvar í Pól­landi síðast­liðið haust og í Dan­mörku í mars á þessu ári.

Fréttin var uppfærð eftir tilkynningu frá Controlant barst skömmu eftir birtingu.