Kröfuhafar Vietnamese Cuisine, sem hélt utan um rekstur veitingakeðjunnar Pho Vietnam, hafa lýst 969.345.898 króna kröfum í þrotabúið, samkvæmt upplýsingum frá síðasta kröfuhafafundi.
Félagið var í eigu Quang Lé, sem gekk um tíma undir nafninu Davíð Viðarsson, var tekið til gjaldþrotaskipta í júní í fyrra.
Quang Lé var handtekinn í marsmánuði sama ár grunaður um umfangsmikið mansal, peningaþvætti, skipulagða brotastarfsemi og brot á atvinnuréttindum útlendinga.
Veitingastöðum Pho Vietnam var lokað í kjölfarið.
Samkvæmt síðasta ársreikningi Vietnames Cruisine skilaði félagið 53,5 milljóna hagnaði árið 2022. Eignir félagsins voru bókfærðar á 270 milljónir og bókfært eigið fé var 23,5 milljónir.
Sem fyrr segir var Quang Lé grunaður um viðtækt peningaþvætti og því er óljóst hversu mikið má marka reikninga félagsins.