Kröfu­hafar Vietna­mese Cu­isine, sem hélt utan um rekstur veitinga­keðjunnar Pho Vietnam, hafa lýst 969.345.898 króna kröfum í þrota­búið, sam­kvæmt upp­lýsingum frá síðasta kröfu­hafa­fundi.

Félagið var í eigu Qu­ang Lé, sem gekk um tíma undir nafninu Davíð Viðars­son, var tekið til gjaldþrota­skipta í júní í fyrra.

Qu­ang Lé var hand­tekinn í marsmánuði sama ár grunaður um um­fangs­mikið man­sal, peningaþvætti, skipu­lagða brota­starf­semi og brot á at­vinnuréttindum út­lendinga.

Veitingastöðum Pho Vietnam var lokað í kjölfarið.

Sam­kvæmt síðasta árs­reikningi Vietna­mes Cru­isine skilaði félagið 53,5 milljóna hagnaði árið 2022. Eignir félagsins voru bók­færðar á 270 milljónir og bók­fært eigið fé var 23,5 milljónir.

Sem fyrr segir var Qu­ang Lé grunaður um viðtækt peningaþvætti og því er óljóst hversu mikið má marka reikninga félagsins.