Akkur – greining og ráðgjöf hefur lagt mat á rekstur Arion banka og Kviku banka sitt í hvoru lagi næstu árin, fyrsta mat á samlegð og bráðabirgðartölur (e. ProForma) fyrir sameinað félag.

Árin 2027 og 2028 verða áhrifin að fullu komin fram en þar nemur mat á samlegð 6,7-6,9 milljörðum króna. Munar mestu um 6 milljarða króna í formi lægri rekstrarkostnaðar vegna minni yfirbyggingar og 739-868 milljónir króna í formi lægri vaxtarkostnaðar þar sem sameinaður banki nær að fjármagna sig á betri kjörum. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi sameinaðs banka nemi 43,3 milljörðum króna árið 2027 og 46,2 milljörðum króna árið 2028.

Nánar ef fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.