Skuldahlutfall bresku verslanakeðjunnar Iceland hefur verið fimm sinnum rekstrarhagnaður síðan Walker-fjölskyldan eignaðist fyrirtækið á ný árið 2012 með skuldsettri yfirtöku.
Stöðugt sjóðsstreymi og geta fyrirtækisins til að endurfjármagna sig – síðast í febrúar 2021 – hefur komið í veg fyrir að fyrirtækið lendi í greiðsluvanda.
Aftur á móti gæti sú staða breyst á næstunni í ljósi þess að lánsfjármagn er mun dýrara í dag en það hefur verið síðustu ár.