Wesl­ey LePatner, fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­sjóðsins Breit og einn af lykil­stjórn­endum Black­stone, lést í skotárás í and­dyri höfuðstöðva fyrir­tækisins á Park Avenu­e í New York á mánu­daginn samkvæmt The Wall Street Journal.

LePatner, sem var 43 ára, reyndi að forða sér á bak við súlu þegar árásar­maður hóf skot­hríð í húsnæðinu.

Árásin varð fjórum að bana en einn starfs­maður NFL-deildarinnar, sem einnig hefur að­setur í byggingunni, er enn í lífs­hættu. Árásar­maðurinn svipti sig lífi á vett­vangi.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hafði LePatner gegnt lykil­hlut­verki í fast­eigna­starf­semi Black­stone og var yfir­maður svo­nefnds Core+ sviðs, sem hefur um­sjón með stöðugri og áhættu­minni eigna­fjár­festingum í 325 milljarða evra fast­eigna­safni félagsins.

Hún tók einnig nýverið við sem fram­kvæmda­stjóri Breit, sjóðs sem beinir sér að al­mennum fjár­festum.

Hún hafði unnið hjá Black­stone frá árinu 2014, eftir ellefu ár í fast­eigna­deild Gold­man Sachs.

LePatner lauk námi við Yale og bjó í Man­hattan ásamt eigin­manni sínum, Evan LePatner, og tveimur börnum.

Jon­a­t­han Gray, framkvæmdastjóri Black­stone, lýsti LePatner sem ein­stakri mann­eskju:

„Hún gaf öðrum traust. Hún var fag­leg, hlý og metnaðar­full og ein vinsælasta manneskjan í fyrir­tækinu.“

LePatner var þekkt innan Black­stone fyrir að ýta undir fram­gang kvenna innan fyrir­tækisins.

Hún hvatti sam­starfs­konur til að taka sér stærra hlut­verk, veitti þeim ráðgjöf og studdi þær við fram­gang. Kat­hleen Mc­Cart­hy, með­stjórnandi fast­eigna­sviðs, hafði verið henni fyrir­mynd allt frá því þær störfuðu saman hjá Gold­man Sachs.

„Hún var manneskja sem skilaði góðum árangri án þess að missa sjónar á gildum eins og heilindum og sam­kennd,“ sagði Mc­Cart­hy. „Þetta er sjald­gæf sam­setning.“

„Hún var manneskja sem skilaði góðum árangri án þess að missa sjónar á gildum eins og heilindum og sam­kennd,“ sagði Mc­Cart­hy.

LePatner var einnig virk í sam­félags- og menningar­starfi.

Hún sat í stjórnum Metropolitan Museum of Art, Abra­ham Jos­hua Heschel School og Yale Uni­versity Library Council, og hlaut leið­toga­verð­laun UJA-Federation árið 2023.