HB Grandi hyggst kaupa útgerðarfyrirtækið Ögurvík af Brim hf. stærsta hluthafa HB Granda á 12,3 milljarðar króna, um 95 milljónir evra að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Kaupin verða fjármögnuð með eigin fé og lánsfjármagni að því er kemur fram í tilkynningu frá HB Granda. Þá er stjórn HB Granda með til skoðunar að selja á frystitogara sem félagið er nú með í smíðum á Spáni.

Brim keypti fyrr á þessu ári ríflega þriðjungshlut í HB Granda á 22 milljarða króna. Brim hafði gefið út að fjármagna eigi kaupin með lánsfé, eigin fé og sölu eigna. Í kjölfarið var Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda sagt upp stöfum og Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims, varð forstjóri félagsins.

Kaupin á Ögurvík eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar HB Granda, hluthafafundar félagsins og Samkeppniseftirlitsins.