Bréf HB Granda hafa lækkað um 6,56 % síðan markaðir opnuðu í morgun en félagið birti ársuppgjör í gærkvöldi. Viðskipti með bréf félagsins hafa þegar þetta er skrifað numið 62 milljónum króna.

Hagnaður félagsins dróst saman um 1,4 milljónir evra og EBIDTA þess dróst saman um 8,6 milljónir evra. Þá lækkaði eiginfjárhlutfall félagins úr 56% í 52%.

Samkvæmt tilkynningu sem send var út vegna uppgjörsins setti verkfall sjómanna verulegan svip á rekstur félagsins í upphafi árs. Svo virðist sem fjárfestum hafi fundist rekstrarniðurstaðan ófullnægjandi.