Heathrow flugvöllurinn í London neyðist til að lækka lendingargjöld um nærri fimmtung á næsta ári samkvæmt ákvörðun bresku flugmálastofnunarinnar CAA. Financial Times greinir frá.

Lendingargjöldin, sem eru yfirleitt velt beint yfir á viðskiptavini í gegnum miðaverð, nemur nú 31,57 pundum á farþega, eða um 5.310 krónur á gengi dagsins. Samkvæmt ákvörðun CAA þarf Heathrow að lækka lendingargjöldin niður í 25,43 pund á næsta ári.

Heathrow flugvöllurinn í London neyðist til að lækka lendingargjöld um nærri fimmtung á næsta ári samkvæmt ákvörðun bresku flugmálastofnunarinnar CAA. Financial Times greinir frá.

Lendingargjöldin, sem eru yfirleitt velt beint yfir á viðskiptavini í gegnum miðaverð, nemur nú 31,57 pundum á farþega, eða um 5.310 krónur á gengi dagsins. Samkvæmt ákvörðun CAA þarf Heathrow að lækka lendingargjöldin niður í 25,43 pund á næsta ári.

Um er að ræða lokaákvörðun CAA um verðlag á tímabilinu 2022-2026 en stofnunin hefur birt fjölda tillaga og bráðabirgðaákvarðana á síðastliðnum tveimur árum. Lendingargjöldin verða áfram í kringum 25 pund á farþega árin 2025 og 2026.

Heathrow hefur sóst eftir hækkun lendingargjaldsins upp í allt að 40 pund á farþega á undanförnum árum og varað við því að fjárfesting í innviðum vallarins sé í húfi.

Flugfélög hafa átt í áralöngum deilum við Heathrow um hvort flugvellinum sé heimilt að hækka gjöldin í kjölfar Covid-faraldursins. Flugfélög hafa sakað Heathrow um að nýta sterka markaðsstöðu sína sem tengiflugvöllur (e. hub airport) til að knýja fram hærra verð. Flugvöllurinn var sakaður um að vísvitandi leggja fram lága farþegaspá til að réttlæta hærri lendingargjöld hjá CAA.