Vél­tækni­fyrir­tækið Héðinn hf. Hefur gengið frá samningum um kaup á rekstri fé­laganna El-Rún ehf. og Hind ehf. en fyrir­tækin tvö sér­hæfa sig í raf­stýringum og for­ritun fyrir sjávar­út­veginn.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá fy­ri­tækinu eru kaupin liður í að styrkja fram­tíðar­á­form Héðins en í kjöl­far kaupanna var stofnuð sér­stök raf­tækni­deild innan Héðins.

Fyrrum eig­endur fyrir­tækjanna munu starfa á­fram hjá Héðni og hafa þegar hafið störf á ný­stofnaðri raf­tækni­deild.

­Steinar Rúnars­son sem áður starfaði fyrir systur­fé­lag Héðins, HPP solutions hefur verið ráðinn sem deildar­stjóri nýju deildarinnar.

Með kaupunum á fyrir­tækjunum eru starfs­menn Héðins nú orðnir 131 talsins.

„Með kaupum á fyrir­tækjunum og stofnun raf­tækni­deildar erum við að svara kalli við­skipta­vina okkar sem leggja á­herslu á aukna sjálf­virkni og heildar­lausnir. Við sjáum fyrir okkur vaxandi þörf á raf­tækni­lausnum og sér­fræði­þekkingu á þessu sviði, breytingarnar eru stórt skref í þá átt. Nýja deildin mun starfa þvert á fyrir­tækið og sinna jafnt sér­fræði­þjónustu við skip og verk­smiðjur sem við erum að þjónusta,” segir Eð­varð Ingi Björg­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Héðins: