Fimm flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn.
Búist var við því að viðræður um nýjan meirihluta í borgstjórn myndi hefjast í dag en óformlegar viðræður fóru fram í gær.
Í tilkynningu segir að markmiðið sé að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn. „Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast,“ segir jafnframt í tilkynningu.