Fimm flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn.

Um er að ræða Samfylkinguna, Pírata, Flokk Fólksins, Vinstri græna og Sósíalistaflokkinn.

Flokkarnir segja markmiðið sé að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn.

„Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast.“

Eins og kunnungt er sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri meirihlutasamstarfinu í Reykjavíkur síðastliðið föstudagskvöld. Meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar hafði þá verið við völd síðan í kosningunum 2022.

Fjallað var um vendingar síðustu daga í borgarstjórnarpólitíkinni í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.