Olís, dóttur­fé­lag Haga, og Festi hafa komist að sam­komu­lagi um að hefja undir­búning sölu­með­ferðar á eignar­hlutum fé­laganna í Olíu­dreifingu ehf.

Olíu­dreifing er al­farið í eigu fé­laganna tveggja en Festi fer með 60% hlut og Olís með 40%.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu sér Fyrir­tækja­ráð­gjöf Ís­lands­banka um sölu­ferlið.

Heildarvelta Olíudreifingar nam um 5,5 milljörðum króna sem var um 4% aukning á milli ára.

Félagið hagnaðist um tæplega 343 milljónir á síðasta reikningsári sem er lækkun úr 532 milljónum árið áður.

Eignir félagsins voru bókfærðar á rúma 4,9 milljarða og var eigið fé 2,4 milljarðar.

Sölumeðferð þriggja félaga í skoðun

Festi og Hagar greindu frá því í desember í fyrra að þau væru að kanna fram­tíðar­mögu­leika hvað varðar eignar­hluti fé­laganna í Olíu­dreifingu ehf., Elds­neytis­af­greiðslunni á Kefla­víkur­flug­velli ehf. (EAK) og EBK ehf.

Í apríl var síðan greint frá því að fé­lögin á­kvæðu að hefja undir­búning sölu­með­ferðar á eignar­hlutum fé­laganna í Olíu­dreifingu, EAK og EBK.

Festi og Hagar fara hvor um sig með 33,3% hlut í EAK og 25% hlut í EBK.

Um er að ræða mikil­væg inn­viða­fé­lög hvað varðar birgða­hald og dreifingu á elds­neyti á Ís­landi.

Megin­starf­semi Olíu­dreifingar er birgða­hald og dreifing á elds­neyti um land allt en megin­starf­semi EAK og EBK er birgða­hald og dreifing á flug­véla­elds­neyti á Kefla­víkur­flug­velli.