Keystrike, hugbúnaðarfyrirtæki á sviði tölvuöryggis, hefur hafið sókn á Bandaríkjamarkað í kjölfar viðbótarfjármögnunar upp á 265 milljón króna, eða tæplega 2 milljónir Bandaríkjadala. Núverandi fjárfestar auk nýrra einkafjárfesta á Íslandi og í Bretlandi leiddu fjármögnunina.

Að sögn Valdimars Óskarssonar, framkvæmdastjóra Keystrike, var mikill áhugi erlendra fjárfestingarsjóða og einkafjárfesta á að koma að fjármögnun Keystrike og útilokar hann ekki frekari fjármögnun á komandi mánuðum til að styðja enn fremur við vöxt félagsins.

Keystrike, hugbúnaðarfyrirtæki á sviði tölvuöryggis, hefur hafið sókn á Bandaríkjamarkað í kjölfar viðbótarfjármögnunar upp á 265 milljón króna, eða tæplega 2 milljónir Bandaríkjadala. Núverandi fjárfestar auk nýrra einkafjárfesta á Íslandi og í Bretlandi leiddu fjármögnunina.

Að sögn Valdimars Óskarssonar, framkvæmdastjóra Keystrike, var mikill áhugi erlendra fjárfestingarsjóða og einkafjárfesta á að koma að fjármögnun Keystrike og útilokar hann ekki frekari fjármögnun á komandi mánuðum til að styðja enn fremur við vöxt félagsins.

Keystrike hóf starfsemi í byrjun árs 2023 og var stofnað af Íslendingum með langa reynslu á sviði netöryggis.

Meðal þeirra eru dr. Ýmir Vigfússon, fyrrum dósent við Emory háskóla og meðstofnandi Syndis; Valdimar Óskarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Syndis, auk fyrrum stjórnenda Betware og AwareGO, þeim Steindóri S. Guðmundssyni, Árna S. Péturssyni og Árna Þór Árnasyni.

„Fyrirtækjalausn Keystrike breytir netöryggislandslaginu. Fram til þessa hafa vinnustöðvar starfsfólks verið akkilesarhæll tölvuöryggis, en vara Keystrike fyrirbyggir algengar tegundir netárása með því að sannvotta að skipanir hafi verið slegnar inn af þeim sem situr við tölvuna en ekki af óprúttnum aðila sem kynni að hafa náð yfirráðum yfir tölvu eða aðgangskóðum notandans,“ segir í tilkynningu félagsins.

„Nálgunin tryggir með þessu að hakkarar komast ekki að mikilvægustu innviðum né gögnum fyrirtækja. Varan er þegar í notkun hjá innlendum og erlendum fyrirtækjum.“

„Áhuginn á Keystrike kviknaði við að sjá samlegð þessarar vöru og einfaldleika hennar, reynsluboltunum á bak við hana, og hina knýjandi þörf á nýbreytni í netöryggismálum. Þessi markaður er í örum vexti og ég vænti mikils af Keystrike teyminu á næstu árum,” sagði Ólafur Andri Ragnarsson, sérfræðingur í tækni og nýsköpun og einn fjárfesta í Keystrike.

Sprotafyrirtækið segir að fjármögnunin hafi gert sér kleift að hefja erlenda markaðssókn af fullum þunga. Með ráðningu Andrew Fife í San Francisco, sem hefur yfir 20 ára reynslu á sviði sölu- og markaðsmála öryggislausna, hafa opnast mikil sölutækifæri á stærsta öryggismarkaði heims.

„Ég hef verið forsprakki hjá mörgum netöryggisfyrirtækjum, þar á meðal Okta, en ég hef aldrei séð jafn jákvæð viðbrögð við nýrri vöru svo snemma hjá sprotafyrirtæki,“ er haft eftir Andrew.

Keystrike er bandarískt fyrirtæki, með höfuðstöðvar á Íslandi og starfsemi í Bandaríkjunum, í Frakklandi auk samstarfsaðila í Mið-Austurlöndum.