Guðni Aðal­steins­son, for­stjóri Reita, segir brunann í Kringlunni ekki hafa fyrir­sjáan­leg á­hrif á af­komu­spá fast­eigna­fé­lagsins fyrir árið. Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar síðast­liðinn laugar­dag og hefur verslunar­mið­stöðinni verið lokað síðan þá. Stefnt er að því að opna Kringluna aftur á morgun.

Sjó­vá, sem er tryggingar­fé­lag hús­fé­lagsins, vinnur nú að því að meta tjónið og segir Guðni ó­tíma­bært að giska á heildar­kostnað vegna tjónsins.

„Að svo stöddu hefur þetta ekki á­hrif á okkar afomu­spá fyrir árið,“ segir Guðni. „Það er ekki fyrir­sjáan­legt að þetta hafi nein á­hrif á rekstrara­fomu Reita,“ bætir Guðni við.

Guðni Aðal­steins­son, for­stjóri Reita, segir brunann í Kringlunni ekki hafa fyrir­sjáan­leg á­hrif á af­komu­spá fast­eigna­fé­lagsins fyrir árið. Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar síðast­liðinn laugar­dag og hefur verslunar­mið­stöðinni verið lokað síðan þá. Stefnt er að því að opna Kringluna aftur á morgun.

Sjó­vá, sem er tryggingar­fé­lag hús­fé­lagsins, vinnur nú að því að meta tjónið og segir Guðni ó­tíma­bært að giska á heildar­kostnað vegna tjónsins.

„Að svo stöddu hefur þetta ekki á­hrif á okkar afomu­spá fyrir árið,“ segir Guðni. „Það er ekki fyrir­sjáan­legt að þetta hafi nein á­hrif á rekstrara­fomu Reita,“ bætir Guðni við.

„Við áttum fund með öllum tryggingar­fé­lögunum í morgun [í gær], Sjó­vá og þeim sem tryggja leigj­endur, bara til að skýra út hvar á­byrgðin liggur. Það voru spurningar hjá leigj­endum um hvar tryggingar­á­byrgðin lægi. Er þetta mín trygging eða hús­fé­lagsins,“ segir Guðni.

„Það er stefnt að því að opna að fullu á fimmtu­daginn en auð­vitað tekur það tíma fyrir þær verslanir sem urðu fyrir vatns­skemmdum og miklu tjóni að opna að fullu. Það mun taka ein­hverjar vikur fyrir þær að fá nýjar inn­réttingar, fylla á lager og svo fram­vegis,“ segir Guðni.

Jóhann Þórs­son, for­stöðu­maður markaðs­mála og for­varna hjá Sjó­vá, segir að eins og staðan er núna hafi tjónið ekki stór­kost­leg á­hrif á sam­setta hlut­fall tryggingar­fyrir­tækisins.

„Ekki eins og þetta blasir við okkur núna. Við erum þó enn að meta tjónið. Á­ætlanir okkar gera auð­vitað ráð fyrir stór­tjóni,” segir Jóhann.

Á­skrif­endur geta lesið fréttina í fullri lengd hér.