Vefsíðan Heilsutorg, sem geymir yfir átta þúsund færslur af fróðleik, greinum, fréttum og mataruppskriftum, hefur verið auglýst til sölu á kennitalan.is. Heilsutorg er einn stærsti, elsti og fjölsóttasti heilsuvefur landsins en hann fór fyrst í loftið árið 2013.

Vefurinn býr einnig yfir leitarvél, auglýsingakerfi, markpóstlista er með yfir 27 þúsund fylgjendur á Facebook. Þá eru heimsóknir á vefinn tæplega sex þúsund talsins á dag.

Vefsíðan Heilsutorg, sem geymir yfir átta þúsund færslur af fróðleik, greinum, fréttum og mataruppskriftum, hefur verið auglýst til sölu á kennitalan.is. Heilsutorg er einn stærsti, elsti og fjölsóttasti heilsuvefur landsins en hann fór fyrst í loftið árið 2013.

Vefurinn býr einnig yfir leitarvél, auglýsingakerfi, markpóstlista er með yfir 27 þúsund fylgjendur á Facebook. Þá eru heimsóknir á vefinn tæplega sex þúsund talsins á dag.

Fríða Rún Þórðardóttir hefur rekið vefsíðuna ásamt eiginmanni sínum, Tómasi Hilmari Ragnarz, framkvæmdastjóra Regus. Hún er næringarfræðingur og meðal annars formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands ásamt.

Hugmyndin að vefnum var að yfirfæra allt efnið sem Fríða var að skrifa um á sínum tíma, í bæklingum og fleira, yfir á stafrænt form. Vefsíðan var svo uppfærð fyrir ári síðan og er nú mun þægilegri fyrir bæði síma og spjaldtölvur.

„Vefsíðan hefur verið skráð sem fjölmiðill og við höfum alltaf reynt að vera með ábyrgar fréttir út frá lýðheilsusjónarmiðum. Fríða er ekki fyrir skyndilausnir eða gervifræði enda hefur háskólasamfélagið verið stór hluti af þeim sem sækja síðuna. Það hefur svo skilað sér í traustri aðsókn og góðu efni,“ segir Tómas.

Hann bætir við að þau hafi ávallt lagt mikla áherslu á að auglýsa ekki vörur sem hafa ekki verið samþykktar. Þau neituðu til að mynda auglýsingu frá Hagkaup á einum tímapunkti þar sem verið var að auglýsa drykk með stevia, sem Tómas segir að sé slæmt fyrir tennurnar.

„Það vonda við að selja þetta er að það gæti einhver snákaolíusölumaður keypt þetta. Við vonum bara að einhver með ábyrga ritstefnu taki við en vefurinn hefur mikla stækkunarmöguleika. Það á til dæmis eftir að taka fyrir förðun og það sem er gott fyrir húðina, þannig ef einhver hefur góðan grunn í því þá er þetta bara tilvalið tækifæri.“