Heimamenn á spænsku eynni Ibiza þurfa í vaxandi mæli að láta sér nægja sameiginleg húsakynni, tjöld eða jafnvel bíla sem heimili eftir að leiguverð tók að hækka verulega síðustu misseri.

Heimamenn á spænsku eynni Ibiza þurfa í vaxandi mæli að láta sér nægja sameiginleg húsakynni, tjöld eða jafnvel bíla sem heimili eftir að leiguverð tók að hækka verulega síðustu misseri.

Stakt herbergi kostar nú um 100-150 þúsund krónur á mánuði og jafnvel fábrotnustu íbúðir eru á um 225 þúsund. Því standa laun í hefðbundnum þjónustu- og öðrum láglaunastörfum illa undir því hafa margir gripið til áðurnefnds ráðs til að geta búið áfram á eyjunni. Leiguverð á hinum svokölluðum Balearic-eyjum – sem auk Ibiza eru Majorca, Menorca og Formentera – hefur nú hækkað um 18% síðustu 12 mánuði samanborið við 12% fyrir landið í heild, en á Ibiza er það sagt hafa hækkað enn meira, í sumum tilfellum jafnvel um 40-50%.