Hlutabréfaverð fasteignafélagsins Heima hækkaði um rúm 3% í dag en tilkynnt var um rúmlega 1,5 milljarða króna viðskipti með bréf félagsins klukkan hálf fjögur í dag.

Alls skiptust 40.437.856 hlutir um hendur á genginu 37,2 krónur á hlut. Miðað við útgefna hluti í Heimum er um að ræða um 2,23% hlut í fasteignafélaginu.

Fyrr um daginn voru nokkur viðskipti sem fóru yfir hundrað milljónir króna er keyptir voru 5 milljón hlutir og 4,3 milljón hlutir á genginu 36,6 krónur á hlut.

Heildarvelta með bréf Heima í dag nam 2,3 milljörðum króna.

Sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins bera er­lendir vísitölu­sjóðir ábyrgð á um­fanginu í Heimum rétt fyrir lokun.

Óvenju um­fangs­mikil við­skipti áttu sér stað á síðustu fimm mínutum fyrir lokun markaða er FTSE-vísitölu­sjóðir voru að koma sér í jafn­vægi gagn­vart vigt á Ís­landi í sínum sjóðum. Sam­hliða því að keypt var í Heimum voru seld bréf í öðrum félögum á Ís­landi.

Fyrr um daginn voru nokkur við­skipti sem fóru yfir hundrað milljónir króna þegar keyptir voru 5 milljón hlutir og 4,3 milljón hlutir á genginu 36,6 krónur á hlut.

Heildar­velta með bréf Heima í dag nam 2,3 milljörðum króna.

Úrvalsvísitalan OMXI15 lækkaði um 1,57% í viðskiptum dagsins en vísitalan hefur nú lækkað um 5,6% síðastliðinn mánuð.

Hlutabréf í Högum lækkuðu um tæp 5% í 528 milljón króna veltu og var dagslokagengi félagsins 98 krónur. Dagslokagengi Haga hefur ekki farið undir 100 krónur frá því í nóvember í fyrra en gengið hefur lækkað um 7,5% á árinu.

Hlutabréf í Festi lækkuðu um 4% í 430 milljón króna viðskiptum í dag og var dagslokagengi samstæðunnar 284 krónur á hlut. Gengi Festi hefur lækkað um 7% síðastliðinn mánuð en hækkað um 1% þar sem af er ári.

Hlutabréfaverð fasteignafélagsins Kaldalón lækkaði um rúm 4% í 229 milljón króna veltu og lokaði gengi félagsins í 25,2 krónum.

Gengi Íslandsbanka fór niður um tæp 3% í 183 milljón króna veltu og lokaði í 121 krónum á hlut.

Heildarvelta á markaði nam 7,8 milljörðum króna.