Heimar hefur fest kaup á öllum hlutum í Grósku ehf. og Gróðurhúsinu ehf., sem saman halda utan um nýsköpunarsetrið Grósku við Bjargargötu í Reykjavík. Tilkynnt var um kaupin fyrr í kvöld. Fasteignin er um 24.800 fermetrar að stærð og hýsir fjölda frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja á borð við CCP, NetApp, Vísindagarða HÍ og Íslandsstofu.
"Lifa, leika starfa"
Gróðurhúsið rekur sprotasetur og vinnurými innan Grósku og styður við frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. Í tilkynningunni segir að kauðin endurspeglaráherslur Heima á að sameina búsetu, atvinnu og afþreyingu undir einkunnarorðunum „lifa, leika, starfa“.
Samkvæmt tilkynning vilja Heimar styrkja stöðu sína á vaxtarsvæðum borgarinnar. Samningurinn byggir á áður tilkynntu samkomulagi og verður kaupverðið greitt með útgáfu 258 milljóna nýrra hluta í félaginu. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og verða eigendur Grósku stærstu hluthafar Heima að kaupunum loknum.