Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins, hefur verið kjörinn í stjórn Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var um tilnefningar í stjórn RÚV á Alþingi fyrir skemmstu.
Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið tilnefnir Alþingi, með hlutbundinni kosningu, níu menn í stjórn RÚV og jafnmarga til vara.
Ríkisútvarpið var ekki meðal þeirra fyrirtækja sem nýjar reglur fjármálaráðherra um val og hæfniskröfur stjórna félaga í eigu ríkisins ná til, í ljósi ofangreindra sérlaga um ríkisfjölmiðilinn, að því er Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra sagði í viðtali við Viðskiptablaðið í febrúar.
Eftirfarandi einstaklingar voru kjörnir í stjórn RÚV:
- Stefán Jón Hafstein
- Diljá Ámundadóttir Zoega
- Heimir Már Pétursson
- Kristín Sóley Björnsdóttir
- Auður Finnbogadóttir
- Ingvar Smári Birgisson
- Eiríkur S. Svavarsson
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Silja Dögg Gunnarsdóttir
Varamenn í stjórn:
- Viðar Eggertsson
- Nathan Kolbeinsson
- Katrín Viktoría Leiva
- Albertína Friðbjört Elíasdóttir
- Kamma Thordarson
- Birta Karen Tryggvadóttir
- Sveinn Óskar Sigurðsson
- Magnús Benediktsson
- Jónas Skúlason