Einungis um helmingur fyrirtækja, eða 48%, vann að nýjungum í starfsemi sinni á tímum kórónuveirufaraldursins árin 2020 til 2022. Til samanburðar innleiddu 74% fyrirtækja nýja verkferla frá 2018 til 2020, markaðssettu nýjar vörur og þjónustur eða unnu að öðrum nýjungum í starfsemi sinni.

Þetta kemur fram í greiningu Hagstofunnar sem segir að samdrátturinn skýrist að mestu leyti af áhrifum faraldursins þar sem áhersla fyrirtækja á sköpun nýrra tekjulinda og tækifæra vék fyrir aðgerðum til að tryggja áframhaldandi starfsemi.

Einungis um helmingur fyrirtækja, eða 48%, vann að nýjungum í starfsemi sinni á tímum kórónuveirufaraldursins árin 2020 til 2022. Til samanburðar innleiddu 74% fyrirtækja nýja verkferla frá 2018 til 2020, markaðssettu nýjar vörur og þjónustur eða unnu að öðrum nýjungum í starfsemi sinni.

Þetta kemur fram í greiningu Hagstofunnar sem segir að samdrátturinn skýrist að mestu leyti af áhrifum faraldursins þar sem áhersla fyrirtækja á sköpun nýrra tekjulinda og tækifæra vék fyrir aðgerðum til að tryggja áframhaldandi starfsemi.

Sambærileg þróun átti sér einnig stað erlendis en til samanburðar töldust 57% fyrirtækja í Noregi vera nýjungagjörn, 50% í Svíþjóð og 46% í Danmörku á árunum 2020 til 2022.

„Samdráttur var í nýsköpun í öllum helstu atvinnugreinum. Hlutfall nýjungagjarnra fyrirtækja lækkaði mest í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði eða um 35 prósentustig úr 76% í 41% en þar að auki var um 30 prósentustiga lækkun í flutningi og geymslu, upplýsingum og fjarskiptum og heildverslun. Í flestum öðrum greinum nam lækkunin yfir 20 prósentustigum á milli tímabila,“ segir í greiningu.

Alls settu 29% fyrirtækja nýja eða merkjanlega breytta vöru eða þjónustu á markað árin 2020 til 2022 samanborið við 46% árin 2018 til 2020.