Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, opnar í dag skrifstofu í húsinu Nýhöfn í Hafnarstræti 18, 2 hæð.
Við sama tækifæri verður ný heimasíða samtakanna opnuð á vefslóðinni www.heimssyn.is .
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
„Vegna aukinnar umræðu um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) teljum við afar mikilvægt að samtökin láti í auknum mæli að sér kveða í opinberri umræðu og veiti þar mótvægi þeim fjölmörgu sem í dag tala fyrir aðild Íslands að ESB,“ segir í tilkynningunni en jafnframt kemur fram að opnun skrifstofunnar og ný heimasíða séu hluti af því verkefni.
Stjórn og varastjórn Heimssýnar skipa eftirtaldir (flokksstafir í sviga):
- Formaður: Ragnar Arnalds, rithöfundur (VG)
- Varaformaður: Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður (D)
- Gjaldkeri: Bjarni Harðarson, bóksali
- Ritari: Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur (VG)
- Páll Vilhjálmsson, blaðamaður
- Gunnar Dofri Ólafsson, laganemi (D)
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögfræðingur (D)
- Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðinemi (D)
- Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra (B)
- Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur (S)
- Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri (F)
- Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður (VG)
- Davíð Örn Jónsson, verkfræðinemi (D)
- Brynja Björg Halldórsdóttir, menntaskólanemi (VG)
- Illugi Gunnarsson, alþingismaður (D)
- Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur (S)
- Ingvar Gíslason, fyrrv. menntamálaráðherra (B)