Fjárfestingarsjóðurinn Transition Global I, sem telur Davíð og Ari Helgasyni sem meðstofnendur, hefur sótt yfir 100 milljónir dala, eða yfir 14 milljarða króna, í áskriftarloforð undanfarið ár. Sjóðurinn, sem var formlega kynntur síðasta sumar, fjárfestir í grænum lausnum sem miða að því að snúa við áhrifum mannsins á vistkerfi jarðar.

Í gögnum sem skilað var inn til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (SEC) kemur fram að sjóðurinn hafi þegar safnað 103,3 milljónum dala í fjármögnunarlotu þar sem stefnt er að því að sækja allt að 160 milljónir dala.

Samkvæmt heimasíðu sjóðsins hefur Transition fjárfest í tíu fyrirtækjum. Meðal þeirra er Running Tide sem er með starfstöð á Akra­nesi fyrir rann­sóknir og fram­leiðslu á þörungum til kol­efnis­bindingar.

„Við viljum vera besti með­eig­andi fyrir­tækja sem eru að leysa loft­lags­vanda eða vinna að sjálf­bærni með tækni að leiðar­ljósi. Við viljum halda á­fram að byggja teymi upp og hjálpa þeim. Transition verður vonandi besti meðeigandinn hjá svona fyrir­tækjum í Banda­ríkjunum og Evrópu,“ sagði Ari í viðtali við Viðskiptablaðið í ágúst sl.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.