Árið 2022 reyndist afar krefjandi í breska smásölugeiranum en alls hættu 17.145 verslanir rekstri eða sem samsvarar 47 verslunum á dag. Um er að ræða 50% aukningu á milli ára og fjöldi verslana sem lagðar voru niður hefur ekki verið meiri á síðustu fimm árum. SkyNews greinir frá.

Samkvæmt greiningu Centre for Retail Research urðu um 5.500 verslanir gjaldþrota. Fleiri en 11.600 verslunum sem tilheyrðu stærri verslanakeðjum var lokað í hagræðingaaðgerðum.

Áætlað er að um 151 þúsund störf í smásölugeiranum hafi tapast í fyrra, sem er aukning um 45 þúsund frá fyrra ári.

Árið 2022 reyndist afar krefjandi í breska smásölugeiranum en alls hættu 17.145 verslanir rekstri eða sem samsvarar 47 verslunum á dag. Um er að ræða 50% aukningu á milli ára og fjöldi verslana sem lagðar voru niður hefur ekki verið meiri á síðustu fimm árum. SkyNews greinir frá.

Samkvæmt greiningu Centre for Retail Research urðu um 5.500 verslanir gjaldþrota. Fleiri en 11.600 verslunum sem tilheyrðu stærri verslanakeðjum var lokað í hagræðingaaðgerðum.

Áætlað er að um 151 þúsund störf í smásölugeiranum hafi tapast í fyrra, sem er aukning um 45 þúsund frá fyrra ári.