Velta garðyrkjustöðvarinnar Laugalands nam 320 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 275 milljóna króna veltu árið áður.

Velta félagsins hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2020. Hagnaður Laugalands, sem er einn helsti framleiðandi á gúrkum í landinu, jókst um helming á milli ára og nam 50 milljónum króna.

Á Laugalandi hefur sama fjölskyldan stundað garðyrkju í rúm 80 ár, en í dag eru hjónin Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnlaugsdóttir eigendur, ásamt syni þeirra, Hjalta Þórhallssyni.

Laugaland hf.

2023 2022
Sala 320 275
Eignir 244 236
Eigið fé 221 178
Hagnaður 50 34
Lykiltölur í milljónum króna.