Sex stærstu bílaumboðin á Íslandi högnuðust samtals um rúmlega 4,1 milljarð króna á síðasta ári. Það er helmingi minni hagnaður en á árinu 2022 þegar sömu bílaumboð skiluðu samtals tæplega 8,3 milljarða króna hagnaði.

Nærri helmingur hagnaðar sex stærstu bílaumboðanna á síðasta ári kom frá Toyota umboðinu, sem hagnaðist um tæplega 1,8 milljarða króna. Hagnaður umboðsins dróst hins vegar saman um 1.150 milljónir á milli ára, eða um 40%.

Askja hagnaðist um 830 milljónir, BL um 650 milljónir, Hekla um 570 milljónir og Tesla umboðið um 290 milljónir á síðasta ári. Brimborg hagnaðist um 45 milljónir króna samanborið við tæplega milljarðs króna hagnað árið áður. Í skýrslu stjórnar Brimborgar segir að miklar kostnaðarhækkanir, mikil verðbólga og hátt vaxtastig auk mikillar verðsamkeppni hafi gert það að verkum að framlegð lækkaði talsvert á milli ára.

Sex stærstu bílaumboðin á Íslandi högnuðust samtals um rúmlega 4,1 milljarð króna á síðasta ári. Það er helmingi minni hagnaður en á árinu 2022 þegar sömu bílaumboð skiluðu samtals tæplega 8,3 milljarða króna hagnaði.

Nærri helmingur hagnaðar sex stærstu bílaumboðanna á síðasta ári kom frá Toyota umboðinu, sem hagnaðist um tæplega 1,8 milljarða króna. Hagnaður umboðsins dróst hins vegar saman um 1.150 milljónir á milli ára, eða um 40%.

Askja hagnaðist um 830 milljónir, BL um 650 milljónir, Hekla um 570 milljónir og Tesla umboðið um 290 milljónir á síðasta ári. Brimborg hagnaðist um 45 milljónir króna samanborið við tæplega milljarðs króna hagnað árið áður. Í skýrslu stjórnar Brimborgar segir að miklar kostnaðarhækkanir, mikil verðbólga og hátt vaxtastig auk mikillar verðsamkeppni hafi gert það að verkum að framlegð lækkaði talsvert á milli ára.

Toyota var, líkt og síðustu ár, stærsta bílaumboð landsins í fyrra með 46,7 milljarða króna veltu í gegnum systurfélögin Toyota á Íslandi og TK bílar. Á eftir Toyota kom BL með 36,8 milljarða króna veltu, sem nemur 9% veltuaukningu á milli ára. Tekjur Brimborgar námu 33 milljörðum í fyrra og þá velti Askja 28 milljörðum króna, eða sem nemur fjórðungs veltuaukningu milli ára.

Íslendingar sólgnir í Teslur

Tesla Motors Iceland ehf., dreifingaraðili Tesla bifreiða á Íslandi, jók veltuna gríðarlega á milli áranna 2022 og 2023. Tekjur félagsins námu tæplega 26 milljörðum króna á síðasta ári, þar af nam sala á bifreiðum rúmum 25 milljörðum króna. Til samanburðar nam heildarvelta félagsins tæplega 11 milljörðum króna árið áður, þar af nam sala á Tesla bifreiðum 10,5 milljörðum króna.

Veltuaukninguna má mestmegnis rekja til aukinnar sölu á Model Y, sem jókst úr 1.023 seldum bílum árið 2022 í 3.214 selda bíla 2023, að því er kemur fram í skýrslu stjórnar félagsins. Þess má geta að Model Y var mest seldi bíllinn á Íslandi bæði árin 2022- 2023. Samkvæmt tölfræði Samgöngustofu eru nú 7.114 Teslur í umferð hér á landi, þar af 5.073 Model Y bifreiðar.