Meira en helmingur þeirra gesta sem nú eru staddir á hátíðinni Coachella Music and Arts Festival, sem nú fer fram í eyðimörkinni í Kaliforníu, hafa tekið lán til að geta greitt fyrir miðana sína.

Samkvæmt síðunni Billboard hafa rúmlega 80-100 þúsund aðdáendur þegar greitt 599 dali, eða um 77 þúsund krónur, til að geta séð stjörnur á borð við Lady Gaga, Travis Scott, Green Day og Post Malone.

Miðaverðið er hins vegar aðeins hluti af þessari upplifun en búist er við því að flestir þessara hátíðargesta muni koma til með að eyða meira en þúsund dali í gistingu og fleiri hundruð dali til viðbótar fyrir mat, drykki og minjagripi.

Upphæðin getur því verið mjög dýr, sérstaklega fyrir flesta aðdáendur sem eru í kringum tvítugt. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa hins vegar hjálpað gestum í auknum mæli við að fjármagna ferðina með greiðsluáætlun.

Rúmlega 60% þeirra sem keyptu almennan aðgangsmiða á hátíðina í ár ákváðu að notast við þessa þjónustu Coachella en sú greiðsluáætlun krefur lántaka um allt að 50 dali, eða um 6.400 krónur, í fyrirframgreiðslu.