Kínverski áfengisrisinn Kweichow Moutai hagnaðist um 10,33 milljarða dala á síðasta ári. Afkoman var yfir afkomuspá félagsins og jókst hagnaður félagsins um 19% frá fyrra ári.
Rekstrartekjur fyrirtækisins námu þá tæplega 20 milljörðum dala og jukust um 19% frá fyrra ári. Moutai stefnir á að auka rekstrartekjur um 15% á þessu ári að því er kemur fram í frétt WSJ.
Moutai greiddi samtals rúmlega 7 milljarða dala í arð fyrir árið 2023 sem var 75,67% af hagnaði fyrirtækisins.